fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Framlengja sóttvarnaaðgerðir í New South Wales um einn mánuð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 05:49

Kórónuveiran er í mikilli sókn í Ástralíu þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í New South Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja sóttvarnaaðgerðir í Sydney, fjölmennustu borg Ástralíu, um einn mánuð sem og í öllu ríkinu. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra ríkisins, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í dag.

Gripið var til sóttvarnaaðgerða í lok júní vegna vaxandi fjölda smita af völdum kórónuveirunnar og áttu þær að gilda fram á næsta föstudag en verða nú framlengdar til 28. ágúst. Þetta þýðir að íbúar í Sydney, Wollongong og Blue Mountains mega ekki yfirgefa heimili sín nema til að kaupa matvörur og lyf eða til að fara til læknis.

Smit af völdum Deltaafbrigðis veirunnar hafa gert Áströlum erfitt fyrir með að halda áætlunum sínum um að fáir eða engir séu smitaðir í landinu. Á síðasta sólarhring greindust 177 með veiruna í New South Wales og hafa ekki verið fleiri á einum degi á þessu ári. Daginn áður greindust 172 smit. 46 voru ekki í sóttkví.

Stefna ástralska yfirvalda er að halda smitum eins nærri núlli og hægt er áður en hægt verður að slaka á sóttvarnaaðgerðum.

Í nágrannaríkjum New South Wales, South Australia og Victoria, er staðan allt önnur en þar var sóttvarnaaðgerðum aflétt í dag því engin virk smit eru í ríkjunum.

Áströlum hefur tekist ágætlega upp í baráttunni við faraldurinn frá upphafi hans en um 33.000 smit hafa greinst í landinu og 922 hafa látist af völdum COVID-19. Um 25 milljónir búa í landinu. Um 14% landsmanna hafa lokið bólusetningu en stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir hægagang í bólusetningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?
Pressan
Í gær

Eigandi leikjalands dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hann var látinn opna símann sinn

Eigandi leikjalands dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hann var látinn opna símann sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Verkefnið sem kom mönnum til tunglsins

Verkefnið sem kom mönnum til tunglsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum