fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Framlengja sóttvarnaaðgerðir í New South Wales um einn mánuð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 05:49

Kórónuveiran er í mikilli sókn í Ástralíu þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í New South Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja sóttvarnaaðgerðir í Sydney, fjölmennustu borg Ástralíu, um einn mánuð sem og í öllu ríkinu. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra ríkisins, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í dag.

Gripið var til sóttvarnaaðgerða í lok júní vegna vaxandi fjölda smita af völdum kórónuveirunnar og áttu þær að gilda fram á næsta föstudag en verða nú framlengdar til 28. ágúst. Þetta þýðir að íbúar í Sydney, Wollongong og Blue Mountains mega ekki yfirgefa heimili sín nema til að kaupa matvörur og lyf eða til að fara til læknis.

Smit af völdum Deltaafbrigðis veirunnar hafa gert Áströlum erfitt fyrir með að halda áætlunum sínum um að fáir eða engir séu smitaðir í landinu. Á síðasta sólarhring greindust 177 með veiruna í New South Wales og hafa ekki verið fleiri á einum degi á þessu ári. Daginn áður greindust 172 smit. 46 voru ekki í sóttkví.

Stefna ástralska yfirvalda er að halda smitum eins nærri núlli og hægt er áður en hægt verður að slaka á sóttvarnaaðgerðum.

Í nágrannaríkjum New South Wales, South Australia og Victoria, er staðan allt önnur en þar var sóttvarnaaðgerðum aflétt í dag því engin virk smit eru í ríkjunum.

Áströlum hefur tekist ágætlega upp í baráttunni við faraldurinn frá upphafi hans en um 33.000 smit hafa greinst í landinu og 922 hafa látist af völdum COVID-19. Um 25 milljónir búa í landinu. Um 14% landsmanna hafa lokið bólusetningu en stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir hægagang í bólusetningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin