fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Afhjúpaði leyndarmál föður síns – Nú er hún dáin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 05:59

Bernadette Walker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei, nei, nei, hún er ekki dáin.“ Þetta sagði Sarah Walker, móðir Bernadette Walker, þegar dómstóll í Bretlandi kvað upp úr með að hún hefði verið myrt. Bernadette, sem var venjulega kölluð Bea, hvarf þann 18. júlí á síðasta ári eftir að stjúpfaðir hennar, Scott Walker 51 árs, sótti hana heim til afa hennar og ömmu í Peterborough á Englandi. Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi síðan myrt hana.

BBC skýrir frá þessu. Áður en þetta gerðist hafði Bea sagt móður sinni að stjúpfaðir hennar, sem hún hafði ekkert á móti að kalla pabba, hefði „árum saman“ brotið gegn henni kynferðislega.

Í dagbókina sína skrifaði hún að engin tryði henni en saksóknarar trúðu henni og sögðu fyrir dómi að ljóst væri að móðir hennar hefði vitað hvað var í gangi þegar hún reyndi að hjálpa Scott að leyna morðinu. „Ég sagði pabba og mömmu frá ofbeldinu. Mamma kallaði mig lygara og hótaði að drepa mig ef ég segði lögreglunni frá þessu,“ skrifaði Bea í dagbókina sína.

Lík hennar hefur ekki fundist en farsími hennar hefur ekki verið notaður síðan daginn sem hún hvarf og það sama gildir um samfélagsmiðlaaðganga hennar og heimabanka.

„Ég vil frekar segjast vera munaðarlaus en að segja að ég eigi foreldra sem misnotuðu mig, er sama um mig og hvað verður um mig,“ skrifaði hún einnig í dagbókina.

Fyrir dómi kom fram að slökkt var á farsíma Scott í um hálfa aðra klukkustund daginn sem Bea hvarf og sögðust saksóknarar telja að á þessum tíma hafi hann myrt Bea. Fyrsta símtalið, eftir að kveikt var aftur á símanum, var til Sarah. „Eina ályktunin, sem er hægt að draga af þessu símtali, er að Scott Walker hafi sagt eiginkonu sinni að hann hafi drepið Bernadette og þarfnaðist aðstoðar hennar samstundis við að leyna hvarfi og láti hennar til að þau gætu keypt sér tíma hvernig þau ættu að gera þetta,“ sagði saksóknari fyrir dómi. Einnig kom fram að hjónin hefðu „brotist“ inn á samfélagsmiðlaaðganga Bea og látist vera hún þegar hún fékk skilaboð frá ættingjum og vinum. „Þau lugu að öllum um hvarf hennar og hikuðu ekki í fyrirætlunum sínum um að ná illgjörnu markmiði sínu. Kærleikur og ást var horfin ef það hafði einhvern tímann verið til staðar,“ sagði saksóknari einnig.

Refsing hjónanna verður ákveðinn þann 10. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú