Rétt tæplega helmingur þjóðarinnar, um 162 milljónir manna, hefur verið bólusettur en mjög hefur hægt á bólusetningum þar sem illa gengur að fá marga til að láta bólusetja sig.
Anthony Fauci, helst smitsjúkdómafræðingur landsins og ráðgjafi ríkisstjórnar Joe Biden varðandi heimsfaraldurinn, sagði á sunnudaginn að reiknilíkön sýni að um 4.000 manns geti látist daglega af völdum COVID-19 ef fleiri láta ekki bólusetja sig. Flest dauðsföllin verða meðal óbólusettra að hans sögn. „Við höfum sagt þetta margoft. Þetta er faraldur hinna óbólusettu sem veldur því að við grátbiðjum fólk um að láta bólusetja sig,“ sagði hann.
George Rutherford, farsóttafræðingur við Kaliforníuháskóla, segir að það séu aðallega óbólusettir sem smitast og að Deltaafbrigði veirunnar sé sérstaklega skeinuhætt. Hann vísaði í rannsókn þar sem fram kemur að 99,6% nýrra smita í Los Angeles hafi verið meðal óbólusettra.