Suðurkóreska forsetaembættið tilkynnti í dag að nú verði samskiptalínurnar opnaðar á nýjan leik en leiðtogar ríkjanna hafa skipst á bréfum síðan í apríl og náð saman um þetta. Markmiðið er að bæta samskipti ríkjanna. Því verða símalínur á milli landanna opnaðar á nýjan leik.
Norðanmenn lögðu sameiginlega samskiptaskrifstofu ríkjanna niður í júní á síðasta ári vegna óánægju með að suðurkóresk yfirvöld hefðu ekki komið í veg fyrir að landflótta norðanmenn sendu áróðursefni yfir landamærin en áróðurinn beinst gegn einræðisstjórninni í Pyongyang. Einnig var lokað fyrir samskiptalínu herja landanna og beina símalínu á milli miðstjórnar norðurkóreska Verkamannaflokksins og suðurkóresku forsetaskrifstofunnar.
Norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA segir að samskiptalínurnar hafi verið opnaðar klukkan 10 að staðartíma í dag.