Upphaflega átti ekki að bjóða upp á bólusetningar fyrir þennan aldurshóp fyrr en í haust en nú er staðan sú að Danir eiga nóg af bóluefnum eftir að þeir keyptu um 1,2 milljónir skammta af Pfizer/BioNTech af Rúmenum fyrir nokkrum vikum. Því var ákveðið að hraða bólusetningu þessa aldurshóps til að reyna að komast nær hjarðónæmi.
Heilbrigðisyfirvöld eru ánægð með þátttöku aldurshópsins til þessa, sérstaklega í ljósi þess að nú er almennur sumarleyfistími í Danmörku og margir því á faraldsfæti og geta ekki mætt í bólusetningu.
Í heildina hafa rúmlega 50% Dana, um þrjár milljónir, lokið bólusetningu og rúmlega fjórar milljónir, um 70%, hafa hafið bólusetningu.