fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

50.000 tilkynningar í Danmörku um aukaverkanir af völdum bóluefna gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 06:59

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsku lyfjastofnuninni hafa nú borist um 50.000 tilkynningar um aukaverkanir af völdum bóluefna gegn COVID-19. Aldrei fyrr hefur svo mikill fjöldi tilkynninga um aukaverkanir borist stofnuninni. Flestar snúast um vægar aukaverkanir en fáar um alvarlegar. Í venjulegu árferði berast stofnuninni um 7.000 tilkynningar um aukaverkanir bóluefna og lyfja.

Fyrir nokkrum vikum höfðu 47 konur tilkynnt um truflanir á blæðingum eftir bólusetningu en nú hefur slíkum tilkynningum fjölgað mikið og eru orðnar tæplega 1.200. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Fram kemur að flestar tilkynningarnar snúast um vægar og frekar mildar aukaverkanir á borð við höfuðverk, hita og verk í handlegg eftir stunguna þegar bólusett er. En einnig hefur verið tilkynnt um alvarlegar aukaverkanir á borð við bólgu í hjarta og nokkur dauðsföll. Um 60% af tilkynningunum hafa borist frá almenningi en restin frá heilbrigðisstarfsfólki.

Jótlanspósturinn hefur eftir Jan Pravsgaar Christensen, prófessor hjá ónæmis- og örverufræðideild Kaupmannahafnarháskóla, að fjöldi tilkynninganna komi ekki á óvart. „Margir hafa eflaust hugsað með sér að þeir vilji vera alveg öruggir og láta því vita ef þeir fá höfuðverk eða verk í handlegginn. Það er ekki undarlegt því hér er um ný bóluefni að ræða og fjöldabólusetningu meirihluta þjóðarinnar,“ sagði hann og benti um leið á að þessi fjöldi tilkynninga hafi ekki orðið til þess að fleiri alvarlegar aukaverkanir hafi komið í ljós en vænta mátti.

Hann sagði það gott að fólk tilkynni um aukaverkanirnar því með því fáist góð yfirsýn yfir umfangið. Hann sagðist jafnframt reikna með að tilkynningunum fækki ef mælt verður með því að fólk fái þriðja skammtinn af bóluefni eða ef bólusetning gegn kórónuveirunni verður árleg í framtíðinni. „Við sáum þetta með HPV-bólusetningarnar. Í fyrstu komu mjög margar tilkynningar um aukaverkanir og margir höfðu miklar áhyggjur en í dag berast nær engar tilkynningar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð