Hið vinsæla Arabicakaffi, sem er ein mesta útflutningsvara Brasilíu, kostaði á föstudaginn 4,62 dollara kílóið og hefur ekki verið hærra síðan 2014. Verðið hefur hækkað um 60% síðan í janúar.
Auk hremminga kaffibænda í Brasilíu þá hefur flutningskostnaður hækkað og óróleiki í kólumbísku samfélagi hefur einnig haft sitt að segja en Kólumbía er þriðja stærsta kaffiframleiðsluríki heims.
Frost hefur herjað á kaffiekrur í Minas Gerais í Brasilíu síðustu daga og það hefur valdið verðhækkunum en þar fer um 70% af Arabicakaffibaunarækt Brasilíumanna fram.
Sérfræðingar telja að neytendur muni finna fyrir verðhækkunum eftir þrjá til níu mánuði og að þær verði ekki svo miklar þegar þær ná til þeirra.