Af einhverjum ástæðum hafði maðurinn sett ryðfrían hring utan um getnaðarlim sinn. Starfsfólk sjúkrahússins náði honum ekki af og varð að kalla eftir aðstoð slökkviliðsmanna sem eru alvanir því að skera málm, þó kannski ekki utan af typpum.
YorkshireLive segir að sjúklingurinn vilji ekki koma fram undir nafni og þarf engan að undra. Stuart Oliver, læknir, sagði þetta hafa verið mjög sársaukafullt fyrir manninn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju maðurinn gerði þetta en giska á að það hafi átt að hjálpa honum að halda reisn. Vandinn er að blóðið rann niður í typpið en það þarf líka að fara til baka en ef bólga kemur upp þá kemst það ekki til baka. Þetta hefur verið ótrúlega sársaukafullt fyrir hann og það varð að fjarlægja hringinn eins fljótt og hægt var því líkurnar á drepi jukust sífellt,“ sagði Oliver og bætti við: „Það er undarlegt að velja málmhring því það er hægt að teygja gúmmí meira.“