„Konur eiga að vera í bikiní. Toppurinn á að vera íþróttabrjóstahaldari, sem fellur þétt að líkamanum. Buxurnar mega ekki vera síðari en 10 sm á hliðunum.“ Þetta eru reglurnar um klæðnað kvenna í strandhandbolta og eru norsku konurnar ósáttar við þessar reglur. Þær ákváðu því að senda ákveðin skilaboð til umheimsins og klæddust síðari buxum en heimilt er þegar þær kepptu nýlega.
Það fór illa í EHF sem sektaði liðið um 1.500 evrur.
Málið hefur greinilega ekki farið fram hjá bandarísku söngkonunni Pink sem hefur nú blandað sér í það og lýst sig reiðubúna til að greiða sektina. „Ég er mjög stolt af norska strandhandboltaliðinu sem mótmælir reglum sem mismuna kynjunum hvað varðar keppnisfatnað. Það ætti að sekta Evrópska handknattleikssambandið fyrir kynjamismunun. Vel gert stelpur. Ég er reiðubúin til að greiða sektina ykka,“ skrifaði Ping á Twitter en þar er hún með rúmlega 30 milljónir fylgjenda.
I’m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR “uniform”. The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I’ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.
— P!nk (@Pink) July 25, 2021