fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Pink blandar sér í buxnamál norsku strandhandboltakvennanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 06:18

Norsku konurnar í umræddum buxum. Skjáskot/NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska handknattleikssambandið, EHF, sektaði nýlega norska kvennalandsliðið í strandhandbolta um 1.500 evrur fyrir að hafa brotið gegn reglum um klæðnað í leik en norsku konurnar klæddust „of síðum“ buxum í leik á EM. Nú hefur bandaríska söngkonan Pink blandað sér í málið og lýst yfir stuðningi við norska liðið og lofað að greiða sektina.

„Konur eiga að vera í bikiní. Toppurinn á að vera íþróttabrjóstahaldari, sem fellur þétt að líkamanum. Buxurnar mega ekki vera síðari en 10 sm á hliðunum.“ Þetta eru reglurnar um klæðnað kvenna í strandhandbolta og eru norsku konurnar ósáttar við þessar reglur. Þær ákváðu því að senda ákveðin skilaboð til umheimsins og klæddust síðari buxum en heimilt er þegar þær kepptu nýlega.

Það fór illa í EHF sem sektaði liðið um 1.500 evrur.

Málið hefur greinilega ekki farið fram hjá bandarísku söngkonunni Pink sem hefur nú blandað sér í það og lýst sig reiðubúna til að greiða sektina. „Ég er mjög stolt af norska strandhandboltaliðinu sem mótmælir reglum sem mismuna kynjunum hvað varðar keppnisfatnað. Það ætti að sekta Evrópska handknattleikssambandið fyrir kynjamismunun. Vel gert stelpur. Ég er reiðubúin til að greiða sektina ykka,“ skrifaði Ping á Twitter en þar er hún með rúmlega 30 milljónir fylgjenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Pressan
Í gær

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“
Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni