fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fauci segir að þróun heimsfaraldursins sé nú í öfuga átt í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 06:59

Anthony Fauci. Mynd:EPA-EFE/Al Drago / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómafræðingur Bandaríkjanna og ráðgjafi ríkisstjórnar Joe Biden varðandi heimsfaraldurinn, sagði í gær að faraldurinn þróist nú í öfuga átt í Bandaríkjunum. Hann sagði að Bandaríkin væru í ónauðsynlegri klemmu vegna sífellt fleiri smita meðal óbólusettra.

Hann sagðist ósáttur við þessa þróun og bætti við að það væri hið smitandi Deltaafbrigði sem veldur fjölgun smita í Bandaríkjunum. Hann sagðist telja að hægt hefði verið að komast hjá því að lenda í þessari stöðu ef fleiri Bandaríkjamenn væru búnir að láta bólusetja sig.

Hann sagðist einnig telja að heilbrigðisyfirvöld eigi að íhuga að breyta kröfum um notkun andlitsgríma hjá bólusettu fólki til að halda aftur af útbreiðslu veirunnar. Hann sagði einnig að hægt sé að bjóða viðkvæmum hópum upp á þriðja skammtinn af bóluefni. BBC skýrir frá þessu.

Hann benti á að á nokkrum stöðum, þar sem smitum fer fjölgandi, sé fólk nú þegar hvatt til að nota andlitsgrímur innanhúss án tillits til hvort það sé bólusett eða ekki. Þetta á til dæmis við í Los Angeles.

Bandaríkin voru lengi meðal forysturíkja í bólusetningum en í apríl fór að draga úr þátttöku almennings en nú hafa 163 milljónir lokið bólusetningu eða um 49% þjóðarinnar. Ef aðeins er litið til þeirra sem eru eldri en 12 ára er hlutfallið 57%.

„Þetta er aðallega vandamál meðal óbólusettra og það er ástæðan fyrir að við erum að biðja fólk um að láta bólusetja sig,“ sagði Fauci.

Þátttaka í bólusetningum er sérstaklega lítið í suðurríkjunum en þar hefur tæplega helmingur íbúanna fengið að minnsta kosti einn skammt. Það er einmitt í þessum ríkjum þar sem smitin eru flest þessa dagana. 40% af öllum nýjum smitum í landinu eru í Flórída, Texas og Missouri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót