Þetta eru niðurstöður nýrrar sænskrar rannsóknar. The Guardian segir að mesti munurinn liggi í kaupum karla á bensíni og dísil á bíla þeirra.
Rannsóknin byggðist á því að neysla einhleypra sænskra karla og kvenna var borin saman. Fram kemur að rúmlega helming allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í tengslum við neyslu fólksins megi rekja til matar og ferðalaga.
Vísindamennirnir segja að með því að skipta kjöti og mjólkurvörum út fyrir matvæli úr gróðurríkinu og það að ferðast með járnbrautarlestum í stað bíla eða flugvéla þegar farið er í frí dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40%.
„Við teljum mikilvægt að taka muninn á kynjunum með í reikninginn þegar stefnumörkun á sér stað,“ sagði Annika Carlsson Kanyama, hjá Ecoloop, sem stýrði rannsókninni.
„Eyðsla kynjanna er mjög dæmigerð, konur eyða meira í heimilið, heilsu og fatnað en karlar í eldsneyti, á veitingastöðum, í áfengi og tóbak,“ sagði hún.
Rannsóknin hefur verið birt í Journal for Industrial Ecology.