fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Karlar menga mun meira en konur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 07:30

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaup karla á ýmsum varningi valda því að þeir standa á bak við 16% meiri losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið en konur. Ekki er þó mikill munur á hversu miklu kynin eyða.

Þetta eru niðurstöður nýrrar sænskrar rannsóknar. The Guardian segir að mesti munurinn liggi í kaupum karla á bensíni og dísil á bíla þeirra.

Rannsóknin byggðist á því að neysla einhleypra sænskra karla og kvenna var borin saman. Fram kemur að rúmlega helming allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í tengslum við neyslu fólksins megi rekja til matar og ferðalaga.

Vísindamennirnir segja að með því að skipta kjöti og mjólkurvörum út fyrir matvæli úr gróðurríkinu og það að ferðast með járnbrautarlestum í stað bíla eða flugvéla þegar farið er í frí dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40%.

„Við teljum mikilvægt að taka muninn á kynjunum með í reikninginn þegar stefnumörkun á sér stað,“ sagði Annika Carlsson Kanyama, hjá Ecoloop, sem stýrði rannsókninni.

„Eyðsla kynjanna er mjög dæmigerð, konur eyða meira í heimilið, heilsu og fatnað en karlar í eldsneyti, á veitingastöðum, í áfengi og tóbak,“ sagði hún.

Rannsóknin hefur verið birt í Journal for Industrial Ecology.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“