fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Leyniskjöl opinberuð – Þess vegna vildi Clinton ekki drekka te með Bretadrottningu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 05:55

Clintonhjónin með Elísabetu II. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var leynd létt af fjölda breskra leyniskjala og getur almenningur því kynnt sér innihald þeirra. Eitt og annað fróðlegt er að finna í þessum skjölum og hefur sumt nú þegar vakið töluverða athygli í Bretlandi.

Eitt af því sem hefur vakið mikla athygli er að eitt og annað kemur fram um opinbera heimsókn Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, til Bretlands 1997. Tony Blair hafði þá nýverið tekið við embætti forsætisráðherra og vildi Clinton hitta hann. Í skjölunum kemur meðal annars fram að þeir hafi snætt á frönskum veitingastað við London Bridge ásamt eiginkonum sínum. Á matseðlinum var meðal annars villtur lax. Kostnaðurinn við máltíðina var 298 pund. En þetta hefur svo sem ekki vakið neina sérstaka athygli Breta. Þeir hafa haft meiri áhuga á af hverju Clinton afþakkaði teboð hjá Elísabetu II drottningu.

Honum var formlega boðið í te til hennar en afþakkaði boðið pent. Í bréfi frá ritara Tony Blair kemur fram að forsetahjónin hafi verið mjög glöð yfir boðinu en hafi afþakkað það kurteislega. Í skjölunum kemur fram að ástæðan fyrir því að hjónin afþökkuðu boðið hafi verið að þau hafi frekar viljað vera „túristar“ í Lundúnum og vildu frekar fara og versla og snæða á indverskum veitingastað en hitta drottninguna í Buckinghamhöll. „Forsetinn sagðist vilja vera túristi og vildi fara í almenningsgarð, verslanir og borða indverskan mat,“ segir í bréfi ritarans. Clinton fékk þó ekki indverska matinn og varð að sætta sig við franskan mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn