Niðurstöður nýrrar rannsóknar styðja þetta en samkvæmt þeim þá myndaðist svo mikil flóðbylgja við áreksturinn að hún barst langa vegu og jarðvegurinn hreyfðist vegna aflsins við áreksturinn. Vísindamenn hafa fundið ummerki um jarðvegshreyfingarnar í norðurhluta Louisiana í Bandaríkjunum í rúmlega 1.000 kílómetra fjarlægð frá gígnum. Live Science skýrir frá þessu.
Þær eru 66 milljón ára gamlar en þær fundust á stað þar sem áður var vatn. Þær eru að meðaltali 16 metrar á hæð og 600 metrar á breidd og eru þar með stærstu jarðvegshræringarnar af þessari tegund sem fundist hafa á jörðinni segja vísindamennirnir.