fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Breivik fékk enga athygli í norskum fjölmiðlum í gær

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 07:00

Hákon krónprins og Ingrid Alexandra dóttir hans lögðu blóm að minnisvarða um fórnarlömbin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær minntust Norðmenn þess að 10 ár voru liðin frá því að öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og á Útey. Hann afplánar nú dóm sinn í öryggisfangelsi og er ekki í miklu sambandi við umheiminn og ekki er útlit fyrir að honum verði nokkru sinni sleppt út í samfélagið. Í umfjöllun norskra fjölmiðla í gær um hryðjuverkin var varla minnst á Breivik og þess vel gætt að hann fengi ekki að stela athyglinni enda snerist dagurinn um fórnarlömbin.

Kannski má segja að Breivik hafi fengið nokkurs konar stöðu Voldemort, sem er illmennið í sögunum um Harry Potter, því Norðmenn forðast að nefna nafn hans og ræða um hann og vilja ekki veita honum neina athygli. Yfirleitt er hann bara kallaður „hryðjuverkamaðurinn“. Það gerir Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra fyrir 10 árum, alltaf en hann sleppir því algjörlega að nefna hann með nafni. Norskir fjölmiðlar beindu sjónum sínum að fórnarlömbunum í gær og minntust varla á Breivik og birtu ekki myndir af honum. Það má því segja að norska þjóðin hafi brugðist við hryðjuverkunum á allt annan hátt en Breivik vildi því með því að sleppa því að tala um hann fær hann ekki athygli og það gera skoðanir hans heldur ekki.

Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012. Ólíklegt má teljast að honum verði nokkru sinni sleppt lausum því þegar afplánun dómsins lýkur er hægt að framlengja hann um fimm ár í einu ef samfélaginu er enn talin stafa ógn af honum. Þessum fimm ára framlengingum er hægt að beita svo lengi sem þörf krefur, allt þar til Breivik deyr.

Markmið hans með hryðjuverkunum var að hans sögn að bjarga Noregi frá vaxandi íslamsvæðingu og „menningarlegu tjóni“ sem hann taldi vera að eiga sér stað í Noregi og Evrópu. Í Osló létust 8 þegar sprengja, sem Breivik hafði komið fyrir, og á Útey skaut hann 69 ungmenni, allt niður í 14 ára gömul, til bana. Þau voru þar samankomin á sumarráðstefnu ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins sem er flokkur jafnaðarmanna.

Breivik, sem kallar sig Fjotolf Hansen í dag, hefur ekki haft mikil samskipti við umheiminn eftir að móðir hans lést 2013. Hann hefur aðeins hitt lögmenn og fangaverði nema hvað að fyrir tveimur árum fékk hann heimsókn frá samfanga sínum.

Breivik hefur kvartað yfir skorti á tækifærum til að vera í sambandi við fólk í fangelsinu og utan þess. Hann kærði norska ríkið 2016 vegna þess sem hann taldi slæmar aðstæður sínar í fangelsinu. Hann tapaði málinu fyrir norskum dómstólum og Mannréttindadómstóli Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga