fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Alríkisdómari stöðvar ný fóstureyðingalög í Arkansas

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 16:33

10 vikna fóstur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alríkisdómari stöðvaði á þriðjudaginn lög sem þingið í Arkansas í Bandaríkjunum hafði samþykkt og ríkisstjórinn Asa Hutchinson hafði staðfest. Það voru Repúblikanar á þingi ríkisins sem samþykktu lögin en samkvæmt þeim hefðu nær allar fóstureyðingar orðið ólöglegar í ríkinu. Lögin áttu að taka gildi í dag.

Kristine Baker, alríkisdómari, setti lögbann á lögin og stöðvaði gildistöku þeirra þar með tímabundið á meðan lögsóknir, þar sem tekist verður á um lögin, halda áfram.

Samkvæmt lögunum verður óheimilt að framkvæma fóstureyðingar nema til að bjarga lífi móður. Ekki verður heimilt að framkvæma fóstureyðingar ef um sifjaspell eða nauðgun hefur verið að ræða eða mikla fósturgalla. Allt að 100.000 dollara sektir og 10 ára fangelsi munu liggja við brotum á lögunum ef þau taka gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur