Kristine Baker, alríkisdómari, setti lögbann á lögin og stöðvaði gildistöku þeirra þar með tímabundið á meðan lögsóknir, þar sem tekist verður á um lögin, halda áfram.
Samkvæmt lögunum verður óheimilt að framkvæma fóstureyðingar nema til að bjarga lífi móður. Ekki verður heimilt að framkvæma fóstureyðingar ef um sifjaspell eða nauðgun hefur verið að ræða eða mikla fósturgalla. Allt að 100.000 dollara sektir og 10 ára fangelsi munu liggja við brotum á lögunum ef þau taka gildi.