fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar um John McAfee

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 07:59

John McAfee. Mynd: EPA/SAUL MARTINEZ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John McAfee tók eigið líf í fangaklefa í Barcelona í lok júní en þar beið hann þess að verða framseldur til Bandaríkjanna en þar hafði hann verið ákærður fyrir skattsvik. En þessi 75 ára athafnamaður valdi frekar að deyja en vera framseldur til Bandaríkjanna. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hann.

Á þeim 75 árum sem hann lifði komst hann oft í fréttirnar, aðallega í neikvæðu samhengi, en honum tókst einnig að búa til vírusvarnarforritið McAfee sem hefur væntanlega forðað milljónum manna frá því að fá ýmsar óværur í tölvur sínar.

Samkvæmt frétt news.com.au þá var McAfee því sem næst gjaldþrota þegar hann lést. Hefur miðillinn eftir rithöfundinum Mark Eglinton að McAfee hafi verið búinn að eyða 100 milljónum dollara, sem var auður hans, í „undarleg“ hús.

Hann segir að McAfee hafi verið orðinn svo illa staddur fjárhagslega að hann gat ekki greitt fyrir útgáfu bókar sem Eglinton hafði skrifað um hann. „Hann sagði mér að hann gæti ekki borgað því fjárhagsstaða hans væri verri en mín,“ hefur news.com.au eftir Eglinton.

Hann sagði að McAfee hafi byggt mörg hús sem hann hafi aldrei gist í en kostnaðurinn við byggingu þeirra hafi eyðilagt fjárhag hans.

McAfee komst oft í heimsfréttirnar. Til dæmis þegar yfirvöld í Belís vildu yfirheyra hann árið 2012 í tengslum við morð á nágranna hans. En þau náðu honum ekki áður en hann flúði til Gvatemala en þar sótti hann um pólitískt hæli. Þeirri umsókn var hafnað og var hann sendur til Bandaríkjanna. Raunar var hann aldrei formlega grunaður um morðið og því er ekki vitað af hverju hann flúði til Gvatemala.

Á síðasta ári tilkynnti hann að hann ætlaði að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Í tengslum við það ræddi AFP við hann þar sem hann var staddur á snekkju sinni sem lá við akkeri við Kúbu. Þá sagðist McAfee ekki hafa greitt skatt í Bandaríkjunum í átta ár og að alríkislögreglan FBI væri að leita að honum. Hann sagði að það væri ákveðin kaldhæðni í því að hann væri eftirlýstur af landinu þar sem hann vildi verða forseti.

Hann var handtekinn af spænsku lögreglunni í október 2020 vegna gruns um skattsvik í Bandaríkjunum og beið framsals þangað þegar hann tók eigið líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki