fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hræðilegir valkostir – Varð að velja á milli barnsins og fótleggsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 05:50

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að þurfa að velja á milli þess að barn lifi eða að missa fótlegg er eiginlega eins og atriði úr hryllingsmynd þar sem er látið reyna á samvisku aðalpersónunnar. En fyrir Becky Turner, sem er 32 ára og frá Wales, var þetta blákaldur raunveruleiki.

Þegar hún var gengin 18 vikur með barn sitt fékk hún alvarlega sýkingu í annan fótlegginn. Hún gat ekki farið í lyfjameðferð út af þessu þar sem hún var barnshafandi og sýkingin breiddist því út og náði inn að beinum. Þá fékk hún þau hræðilegu skilaboð frá læknum að hún yrði að velja á milli barnsins og fótleggsins. Engir aðrir valkostir voru í stöðunni. Walesonline skýrir frá þessu.

Eins og gefur að skilja var valið ekki erfitt fyrir Becky, fótleggurinn fékk að fjúka. En hún dregur ekki dul á að þetta hafi verið erfiður tími. Erfitt sé að sætta sig við að missa fót og geta þannig ekki gert það sama og áður.

„Um hríð var ég mjög niðurdregin. Mér fannst ég ekki vera almennileg móðir. Ég var föst í hjólastólnum og gat ekki gert það sem nýbökuð móðir á að geta gert,“ sagði hún.

Fimm mánuðum eftir að fótleggurinn var tekinn af henni fékk hún góðan gervifót og gat þá í fyrsta sinn farið með dóttur sína, Caitlyn, í göngutúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“