fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hræðilegir valkostir – Varð að velja á milli barnsins og fótleggsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 05:50

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að þurfa að velja á milli þess að barn lifi eða að missa fótlegg er eiginlega eins og atriði úr hryllingsmynd þar sem er látið reyna á samvisku aðalpersónunnar. En fyrir Becky Turner, sem er 32 ára og frá Wales, var þetta blákaldur raunveruleiki.

Þegar hún var gengin 18 vikur með barn sitt fékk hún alvarlega sýkingu í annan fótlegginn. Hún gat ekki farið í lyfjameðferð út af þessu þar sem hún var barnshafandi og sýkingin breiddist því út og náði inn að beinum. Þá fékk hún þau hræðilegu skilaboð frá læknum að hún yrði að velja á milli barnsins og fótleggsins. Engir aðrir valkostir voru í stöðunni. Walesonline skýrir frá þessu.

Eins og gefur að skilja var valið ekki erfitt fyrir Becky, fótleggurinn fékk að fjúka. En hún dregur ekki dul á að þetta hafi verið erfiður tími. Erfitt sé að sætta sig við að missa fót og geta þannig ekki gert það sama og áður.

„Um hríð var ég mjög niðurdregin. Mér fannst ég ekki vera almennileg móðir. Ég var föst í hjólastólnum og gat ekki gert það sem nýbökuð móðir á að geta gert,“ sagði hún.

Fimm mánuðum eftir að fótleggurinn var tekinn af henni fékk hún góðan gervifót og gat þá í fyrsta sinn farið með dóttur sína, Caitlyn, í göngutúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga