fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 21:30

Konur í niqab. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesískur karlmaður, sem ætlaði flugleiðis frá Jakarta til Ternate í Indónesíu, greip til þess ráðs að klæðast fötum  af eiginkonu sinni og nota skilríki hennar. Ástæðan var að hann hafði greinst með COVID-19 og mátti því ekki ferðast.

CNN segir að maðurinn hafi farið um borð í flugvélina á flugvelli í Jakarta og hafi verið klæddur í niqab, sem er klæðnaður sem sumar múslímskar konur klæðast en hann hylur þær frá toppi til táar. Hann notaði skilríki eiginkonunnar og neikvæða niðurstöðu úr PCR-sýnatöku hennar til að komast um borð.

En þegar um borð var komið brá maðurinn sér á salernið og kom út í karlmannsfötum. Þessu tók flugfreyja ein eftir og gerði lögreglunni viðvart. Maðurinn var því handtekinn þegar vélin lenti í Ternate. Hann var strax fluttur í sýnatöku og reyndist vera með COVID-19.

Maðurinn var fluttur í sóttkvíarhús þar sem hann verður látinn dvelja þar til veikindin eru afstaðin. Að því loknu er stefnan að færa hann fyrir dómara en hann verður ákærður fyrir athæfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga