fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þrír handteknir í Noregi og hald lagt á fjölda vopna – Taldir tengjast öfgahægrimönnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 06:26

Norskir lögreglumenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan handtók nýlega þrjá menn og lagði hald á fjölda skotvopna og mikið magn skotfæra. Mennirnir eru taldir tengjast samtökum öfgahægrimanna. Leyniþjónustan kemur að rannsókn málsins.

Norskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gær. Fram kemur að handtökurnar hafi verið gerðar eftir að vopn og skotfæri fundust heima hjá manni á fertugsaldri sem býr í Bodø.

Heima hjá honum fann lögreglan 6 vélbyssur, 10 riffla, 5 skammbyssur, skothylkjageyma, rúmlega 8.000 skot og fleira tengt skotvopnum. Vopnin eru að sögn gömul, sum frá síðari heimsstyrjöldinni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum kemur fram að mörg vopnanna hafi verið nothæf þrátt fyrir að vera ansi gömul. Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Norska ríkisútvarpið segir að málið tengist hópi fólks sem hefur keypt og selt ólögleg vopn og tengjast sumir úr þessum hópi samtökum öfgahægrimanna.

Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins í margar vikur. Auk mannsins frá Bodø var karlmaður á fertugsaldri frá Lillestrøm úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og það sama gildir um karlmann á þrítugsaldri frá Hamar.

Lögreglan veit ekki í hvaða tilgangi átti að nota vopnin eða hvernig mennirnir komust yfir þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“