fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Þetta eru ástæðurnar fyrir því að konungsfjölskyldan er hrædd við bók Harry

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var tilkynnt að Harry Bretaprins væri að gefa út sjálfsævisögu og óttast breska konungsfjölskyldan þessa væntanlegu bók afar mikið. Harry veit fullt af leyndarmálum sem fjölskyldan vill ekki að fréttist út.

Það fór varla framhjá neinum þegar Harry og Meghan Markle, eiginkona hans, fóru í viðtal hjá Oprah Winfrey en þar voru ýmiss málefni rædd sem fólkið í Buckinghamhöll vill alls ekki ræða frekar. Mirror tók saman lista yfir nokkra hluti sem fjölskyldan vill alls ekki að komi fram í bókinni.

Rasistinn í höllinni

Það kom mörgum á óvart þegar þau hjónin ræddu það í viðtalinu að einhver innan Buckinghamhallar hafi haft áhyggjur af húðlit Archie, sonar Harry og Meghan. Meghan er af afrískum-amerískum uppruna og vildi þessi aðili ekki að afkomandi drottningarinnar væri dökkur á hörund. Seinna var gefið út að þetta hefðu ekki verið Elísabet eða Filippus heitinn en Harry gæti uppljóstrað leyndarmálinu í bókinni.

Bræðrarifrildi

Samband Harry og Vilhjálms, bróður hans, hefur ekki verið það besta upp á síðkastið en ástæðan fyrir því hefur aldrei komið alveg upp á yfirborðið. Vilhjálmur hefur haldið því fram að samband Harry og Meghan hafi þróast of hratt en Harry heldur því fram að bróðir hans sé fastur inni í konungsfjölskyldunni. Raunverulega ástæðan á bakvið þetta stríð þeirra mun mjög líklega koma fram í bókinni enda voru þeir ansi nánir þegar þeir voru yngri.

Kate grætti Meghan

Þegar brúðarmeyjar Meghan og hún sjálf voru að máta kjóla fyrir brúðkaup Meghan og Harry náði Kate Middleton, eiginkona Vilhjálms, að græta Meghan. Hún baðst seinna afsökunar og hefur Meghan fyrirgefið henni. Hvernig Kate náði að græta hana vitum við ekki.

Viðbrögðin við viðtalinu

Það er vitað að konungsfjölskyldunni var brugðið þegar hún horfði á viðtal Harry og Meghan við Oprah Winfrey en hvaða skilaboðum þau komu áleiðis til Harry er ekki vitað. Elísabet drottning horfði ekki á viðtalið en var sagt frá innihaldi þess daginn eftir.

Nafn dóttur þeirra hjóna

Dóttir Harry og Meghan ber nafnið Lilibet „Lili“ Diana Mountbatten-Windsor og er skírð í höfuðið á langömmu sinni. Hún var kölluð Lilibet af eiginmanni sínum en ekki er vitað hvort Harry hafi raunverulega beðið um leyfi til að skíra dóttur sína eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Í gær

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
Pressan
Í gær

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára