„Það hefur verið rætt um að einkenni þessa afbrigðis geti verið aðeins öðruvísi en þau sem við höfum kynnst fram að þessu en þau eru ekki svo frábrugðin þeim einkennum sem við höfum sér margoft áður: Óþægindi í hálsi, nasakvef, hósti og öndunarfærasýking,“ hefur BT eftir Søren Riis Paludan, prófessor við Árósaháskóla.
Hann sagði að börn geti einnig fengið hita og einkenni sem líkjast inflúensu en það sé þó undantekning. Algengast sé að þau fái hósta og nasakvef. Einkenni sem minna mest á kvef og frjókornaofnæmi.
Deltaafbrigðið er mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og nú er svo komið í Englandi að 90% allra smita eru af völdum Deltaafbrigðisins. Paludan benti á að það væri athyglisvert í Englandi að þrátt fyrir að smitum hafi fjölgað að undanförnu hafi ekki orðið sama hlutfallslega aukningin í innlögnum á sjúkrahús.