fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Stöðva aftökur í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 08:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að stöðva aftökur á vegum alríkisins að sinni. Tíminn verður nýttur til að fara yfir verkferla í tengslum við dauðadóma og framkvæmd þeirra.

Garland segir að mikilvægt sé að tryggja að stjórnarskrárvarin réttindi hinna dæmdu séu virt og að þeir fái mannúðlega og réttláta meðferð.

Joe Biden, núverandi forseti, hefur lýst því yfir að hann sé mótfallinn dauðarefsingum og vilji afnema þær. En hann var hlynntur dauðarefsingum á árum áður og sem þingmaður kom hann að lagabreytingu 1994 þar sem 60 afbrotum var bætt á lista yfir þau afbrot sem geta leitt til dauðadóms.

Forveri hans í Hvíta húsinu, Donald Trump, lét hefja aftökur á nýjan leik í júlí á síðasta ári eftir að 17 ára hlé. 13 voru teknir af lífi á síðustu sex mánuðum Trump í Hvíta húsinu. Aftökurnar í forsetatíð hans voru fleiri en hjá nokkrum öðrum forseta síðustu 120 árin. 6 af þessum 13 aftökum fóru fram eftir forsetakosningarnar í nóvember. Sú síðasta tæpri viku áður en Trump lét af embætti.

Það er aðeins alríkisstjórnin sem gerir hlé á aftökum núna og því geta einstök ríki, þar sem dauðarefsing er í gildi, haldið þeim áfram. Dauðarefsing er í gildi í 28 ríkjum en mörg þeirra framfylgja ekki dauðadómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“