Víða í Washingtonríki og Oregon fór hitinn yfir 47 gráður nokkra daga í röð. Í Lytton í Bresku Kólumbíu í Kanada var hitamet slegið þrjá daga í röð og fór hitinn hæst í 49,7 gráður á þriðjudaginn en það er hæsti hiti sem hefur mælst í Kanada. Bærinn hefur nú orðið skógareldum að bráð og er nær brunninn til grunna.
Margir létust af völdum hins mikla hita í Bresku Kólumbíu. Frá síðasta föstudegi fram á mánudag létust 486 manns í ríkinu en það er um 320 fleiri en látast að meðaltali á fjórum dögum. Yfirvöld telja að stór hluti þessa fjölda hafi látist af völdum hita.
Í Bandaríkjunum telja yfirvöld einnig að hitinn hafi orðið mörgum að bana.