The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og Verkamannaflokksins segi að ríkisstjórnin snúi baki við verkafólki um allan heim og virði að engu skuldbindingar Breta um að tryggja öllum grundvallarmannréttindi og grundvallarréttindi verkafólks. Þetta sé gert í þeim flýti sem sé í gangi við gerð viðskiptasamninga til að reyna að sanna hversu gott það hafi verið fyrir Breta að segja skilið við ESB.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar TUC, sem eru regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga, þá er brotið á réttindum verkafólks í þriðjungi þeirra ríkja sem Bretar hafa gert viðskipta- og fríverslunarsamninga við. Fimm af tíu verstu ríkjunum á þessum lista eru á meðal þeirra sem samið hefur verið við. Þetta eru Kólumbía, Simbabve, Hondúras, Egyptaland og Tyrkland.