Kumar segir að bandarísku hreyfingarnar séu orðnar öfgasinnaðri en áður og vinni nú að því að dreifa hugmyndafræði sinni um allan heim.
Ummælin féllu í kjölfar frétta um að herská samtök andstæðinga fóstureyðinga, sem styðja jafnframt frjálsa skotvopnaeign, reyni að sækja konur til saka sem fara í fóstureyðingu og kæra þær fyrir morð. Samtök af þessu tagi hasla sér sífellt meiri völl í Bandaríkjunum og seilast til áhrifa hvað varðar lagasetningar.
Kumar sagði að á tíunda áratugnum hafi samtök á borð við Operation Rescue og Operation Save America verið ansi ofbeldisfull. Nú séu jafnvel enn öfgafyllri og ofbeldisfyllri samtök starfandi. Þetta séu samtök sem berjist gegn réttindum mæðra.
Frá því að Donald Trump lét af embætti forseta hafa Repúblikanar víða í Bandaríkjunum séð til þess með lagasetningum að árið 2021 er það fjandsamlegast til þessa hvað varðar aðgengi kvenna að fóstureyðingum en þær voru heimilaðar á landsvísu 1973.