Það eru OECD og FAO sem hafa reiknað aukningu kjötneyslu út fram til 2030. Aukningin byggist á sífelldri fólksfjölgun og hærri tekjum fólks sem gera að verkum að sífellt fleiri hafa efni á að kaupa kjöt. Reiknað er með að árleg kjötneysla verði orðin 35,4 kíló að meðaltali á hvern jarðarbúa árið 2030.
Reiknað er með að neysla á fuglakjöti aukist um tæp 18%, neysla á svínakjöti um 13% og á nautakjöti um 6%.