Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var stýrt af vísindamönnum við Glasgow Caledonian University. Sky News skýrir frá þessu. Í rannsókninni koma fram áhyggjur af að viðbrögðin við heimsfaraldrinum hafi dregið til sín hluta af þeim peningum og öðru sem á að verja í baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Vísindamennirnir segja að samtvinna eigi baráttuna gegn heimsfaraldrinum og loftslagsbreytingum og að almenningur eigi að hafa jafn gott aðgengi að gögnum um loftslagsmál og um kórónuveiruna. Þar á meðal tölur í rauntíma yfir fjölda látinna og tjón af völdum öfgaveðurs sem loftslagsbreytingarnar valda.