Niðurstaða Japananna er að það sé án vandkvæða hægt að geyma sæði og annað erfðaefni í geimnum og því sé hægt að koma upp líffræðilegum varasjóði ef eitthvað mikið fer úrskeiðis hér niðri á jörðinni.
Með tilraunum, bæði í geimstöðinni og hér niðri á jörðinni, komust Japanarnir að því að gen geta lifað geimgeislun af og verið nothæf eftir hana.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýlega birtar í Science Advances Journal. Í henni kemur fram að 168 mýs hafi verið getnar með frostþurrkuðu sæði sem hafði verið geymt í tæp sex ár í geimstöðinni og orðið fyrir geimgeislun á þeim tíma. Ekkert annað lífrænt efni hefur verið geymt svona lengi í geimstöðinni áður en það var flutt aftur til jarðarinnar.