Þann 24. júní lagði Economic Crime Command, Efnahagsbrotadeild Lundúnalögreglunnar, hald á sem svarar til um 20 milljarða íslenskra króna í rafmynt, aðallega Bitcoin, og handtók 39 ára konu sem er grunuð um peningaþvætti.
Á þriðjudaginn skýrði Lundúnalögreglan síðan frá því að hún hefði lagt hald á rafmynt að verðmæti sem nemur um 30 milljörðum íslenskum krónum til viðbótar við þá 20 sem áður hafði verið lagt hald á. Ekki var skýrt nánar frá hvaðan peningarnir koma eða hverjum þeir tilheyra.
Í fréttatilkynningu frá Lundúnalögreglunni kemur fram að rannsókn málanna sé mjög flókin og teygi anga sína víða. Mikil vinna hafi verið lögð í að rekja slóð peninganna og finna þá sem eiga þá.