Búið er að loka heimasíðu hópsins, þar sem fórnarlömb hans gátu greitt lausnargjald til að fá aftur aðgang að tölvukerfum sínum, og bloggsíðu hans. BBC skýrir frá þessu.
Hvarf hópsins kemur á sama tíma og bandarísk yfirvöld þrýsta sífellt meira á rússnesk yfirvöld að grípa til aðgerða gegn rússneskum tölvuþrjótum sem hafa herjað á heimsbyggðina á undanförnum árum. Bandarísk fyrirtæki og stofnanir hafa orðið sérstaklega illa út í aðgerðum þeirra.
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, á föstudaginn og sagt honum að Bandaríkin taki netglæpi mjög alvarlega og að hann vænti þess að rússnesk yfirvöld myndu sjá um mál rússneskra tölvuþrjóta.
Af þessum sökum hafa verið uppi vangaveltur um að rússnesk yfirvöld hafi látið til skara skríða gegn hópnum en það er þó ekki öruggt. Sérfræðingar hafa bent á að ekki sé óalgengt að hópar tölvuþrjóta láti sig hverfa af Internetinu.