The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu samtökin Humane Borders sem hafi skráð líkfundina út frá gögnum frá réttarmeinafræðingum í Tucson.
Þetta eru óvenjulega mörg dauðsföll í einum mánuði en þeim fjölgaði einnig í Texas í júní en þar hefur verið óvenjulega heitt í sumar.
Af þessum 43 höfðu 16 verið látnir í einn dag þegar þeir fundust og 13 í tæplega viku. Ekki er vitað hvenær hinir létust en skráningarnar miðast við hvenær líkin finnast.
Á fyrri helmingi ársins fundust 127 lík en voru 96 á sama tíma á síðasta ári.
Embættismenn í Texas segja að fleiri ólöglegir innflytjendur hafi látist á þessu ári en síðustu ár í tilraunum sínum við að komast til Bandaríkjanna.