fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Eru þetta ummerki um líf? Vísindamenn fundu ótrúlega mikið magn af metani á einu tungla Satúrnusar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 06:59

Enceladus. Mynd:NASA/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitthvað er á seyði á Enceladus, sem er eitt tungla Satúrnusar. Vísindamenn hafa mælt grunsamlega mikið magn af metani á tunglinu og er magnið svo mikið að ekki er hægt að skýra það með jarðefnafræðilegum hætti.

Í tilkynningu frá vísindamönnunum, sem starfa við University of Arizona í Bandaríkjunum, kemur fram að metanið komi líklegast úr leyndu hafi sem er undir ísilögðu yfirborði tunglsins.

Það var ómannaða geimfarið Cassini sem aflaði gagna um gastegundirnar vetni, metan og CO2 sem koma upp frá tunglinu en það er magn metans sem hefur komið vísindamönnum mjög á óvart.

„Við viljum gjarnan vita hvort örverur, líkar þeim sem eru á jörðinni, „borði“ vetni og framleiði metan og skýri þannig af hverju Cassini mældi svona mikið magn metans,“ er haft eftir Régis Ferriére, lektor í þróunarlíffræði, en hann er meðhöfundur rannsóknarinnar. Hann sagði einnig að gríðarlega erfitt sé að leita að þessum örverum á hafsbotni á Enceladus en það krefst gríðarlegra erfiðra djúpsjávarrannsókna sem verða líklega ekki á okkar færi fyrr en eftir nokkra áratugi.

En Ferriére og samstarfsfólk hans vildi ekki bíða eftir því og notaði því reiknilíkön og gögn frá Cassini til að reikna út líkurnar á hvaða öfl eru að verki á Enceladus. Niðurstaðan er að annað hvort séu það örverur eða óþekkt ferli, sem er ekki þekkt hér á jörðinni, þar sem lífsform koma ekki við sögu.

Rannsóknin hefur verið birt í Nature Astronomy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Í gær

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út