fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Íranar segja ásakanir Bandaríkjamanna um mannránsáætlun ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 15:00

Masih Alinejad. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að fjórir Íranar, sem eru ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna fréttakonu frá New York og flytja til Íran, séu starfsmenn írönsk leyniþjónustunnar. Írönsk yfirvöld segja að ákæran og málið allt sé „hlægilegt og eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum“.

Það er fréttakonan Masih Alinejad, sem er írönsk en býr í Bandaríkjunum, sem var sú sem fjórmenningarnir ætluðu að sögn að ræna og flytja til Íran. Alinejad er gagnrýnin á írönsk stjórnvöld og berst fyrir mannréttindum og er því þyrnir í augum klerkastjórnarinnar.

Hún er þekkt fyrir að skafa ekki utan af hlutunum þegar hún gagnrýnir klerkastjórnina í Teheran og hún stofnaði hreyfinguna „My Stealthy Freedom“ sem hvetur múslímskar konur til að hætta að nota höfuðklúta.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að fjórmenningarnir, sem eru grunaðir í málinu, séu allir liðsmenn írönsku leyniþjónustunnar. Þeir eru sagðir hafa ætlað að ræna Alinejad í Brooklyn í New York. „Eins og fram kemur (í ákærunni, innsk. blaðamanns) vöktuðu fjórmenningarnir bandarískan ríkisborgara af írönskum ættum og hugðust nema á brott og flytja til Íran þar sem örlög viðkomandi hefðu í besta falli verið óljós,“ sagði Audrey Strauss, saksóknari í New York, um málið.

Saeed Khatibzadeh, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, sagði: „Þessar nýju ásakanir frá bandarísku ríkisstjórninni eru svo staðlausar og hlægilegar að þær eru ekki þess virði að tjá sig um þær“.

Reuters hefur eftir Alinejad að henni sé mjög brugðið vegna málsins. Hún sagði að hún hafi starfað með bandarísku alríkislögreglunni FBI við rannsókn málsins síðan lögreglumenn sýndu henni myndir sem fjórmenningarnir höfðu tekið af henni. „Þeir sýndu mér að íslamska lýðveldið var mjög nærri mér. Ég trúi ekki að ég sé ekki einu sinni örugg í Bandaríkjunum,“ sagði hún.

Hún og eiginmaður hennar hafa verið flutt á milli staða síðustu mánuði af FBI sem hefur tryggt öryggi þeirra og gætt þeirra allan sólarhringinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina