Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 2,7 milljónir greinst með veiruna fram að þessu. Skráð dauðsföll eru rúmlega 69.000.
Rúmlega 270 milljónir búa í landinu sem er nú orðið einn af miðpunktum heimsfaraldursins ásamt Indlandi og Brasilíu.
Smitum hefur fjölgað mikið síðan 1. júní en þá greindust 4.824 smit. Vegna hins smitandi Deltaafbrigðis voru ferðatakmarkanir hertar á milli aðaleyjunnar Jövu og Balí.
Mörg sjúkrahús í landinu hafa neyðst til að vísa sjúklingum á brott því þau eiga ekki súrefni til að gefa þeim.
Sýnatökugetan er takmörkuð í þessu fjölmenna landi og smitrakning á sér ekki stað að neinu marki. Af þessum sökum má telja víst að tölur yfir smitaða séu mun hærri en opinberar tölur segja til um.