CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður rannsóknarinnar hafi verið birtar 10. júlí. Rannsakað var hvort mótefni gegn kórónuveirunni væri í blóði fólks og var úrtakið um 5.000 manns en rannsóknin fór fram frá 15. til 31. mars. Niðurstöður hennar sýna að mótefni gegn veirunni var í blóði 44,5% þátttakenda, þar á meðal eru þeir sem höfðu veikst af COVID-19.
Rannsóknin var samstarfsverkefni Jakarta Provincial Health Office, University of Indonesia‘s Faculty of Public Health, Eijkman Institute for Molecular Biology og starfsmanna hjá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni US Centers for Disease Control and Prevention (CDC).
Um 10,6 milljónir búa í Jakarta samkvæmt opinberum tölum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar gætu því allt að 4,7 milljónir hafa smitast af kórónuveirunni fyrir marslok.