fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Grunaður um morðið á forseta Haíti – Tengist bandarísku lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 18:00

Mikil ólga hefur verið á Haítí síðustu misseri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Jovenel Moïse, forseti Haíti, skotinn til bana á heimili sínu. Lögreglan á Haíti hefur handtekið nokkra sem eru grunaðir um aðild að morðinu. Meðal þeirra eru tveir karlmenn af bandarísk/haítískum ættum. Annar heitir Joseph Vincent og er 55 ára. Hinn heitir James Solages og er 35 ára. Heimildir herma að annar þeirra hafi verið uppljóstrari á vegum bandarísku fíkniefnalögreglunnar DEA en ekki kemur fram hvor þeirra.

Lögreglan telur að þeir og 26 kólumbískir samverkamenn þeirra hafi staðið á bak við morðið.

Það er ónafngreindur heimildarmaður innan DEA sem segir að annar mannanna hafi verið uppljóstrari hjá DEA en hafi ekki verið virkur þegar morðið átti sér stað.

Þriðji bandarísk/haítíski maðurinn, Christian Emmanuel Sanon, var handtekinn á sunnudaginn en hann er grunaður um að hafa ráðið Kólumbíumennina til að myrða forsetann.

Bandaríska lögreglan vinnur einnig að rannsókn á morðinu og rannsakar nú af hverju bandarísk/haítísku þremenningarnir áttu hugsanlega aðild að því.

Heimildarmaður segir að Solages og Vincent hafi sagt lögreglunni að þeir hafi verið túlkar fyrir hóp kólumbískra hermanna sem voru með handtökuskipun á hendur forsetanum en hann hafi verið látinn þegar þeir komu heim til hans.

Annars er flest á huldu sem tengist morðinu og enn liggur ekki fyrir af hverju forsetinn var myrtur og því er ekki vitað hvað bjó að baki ódæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“