Ofan í þetta bætist svo við þú flytur í sól og suðrænt umhverfi. Það eru héraðsyfirvöld í Kalabríu á Ítalíu sem ætla að bjóða fólki sem er reiðubúið til að flytjast í smábæi í héraðinu 28.000 evrur en það svarar til um 4 milljóna íslenskra króna. Upphæðin verður greidd út á þremur árum. CNN skýrir frá þessu.
En þessu fylgja ákveðnar kröfur. Í fyrsta lagi verða þeir sem ganga að þessu tilboði að stofna fyrirtæki eða taka yfir rekstur fyrirtækis í héraðinu. Þess utan er tilboðið aðeins fyrir 40 ára og yngri. Fólk þarf að setjast að í bæjum þar sem 2.000 eða færri búa.
Með þessu er vonast til að hægt verði að setja líf í efnahag héraðsins og litlu bæina sem glíma við fólksflótta unga fólksins.
Ítölsk yfirvöld hafa áður reynt að lokka fólk til búsetu í litlum bæjum, til dæmis með því að selja hús á eina evru og bjóða fólki háar upphæðir fyrir að setjast að í litlum bæjum.