fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Mörg þúsund manns mótmæltu á Kúbu – „Niður með einræðisstjórnina“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 06:59

Frá mótmælum í Havana í sumar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg þúsund Kúbverjar mótmæltu ríkisstjórn landsins í gær í mörgum borgum og bæjum. Þeir hrópuðu meðal annars: „Niður með einræðisstjórnina.“ Mótmæli eru ekki daglegt brauð á Kúbu og allt andóf gegn kommúnistastjórninni er venjulega barið niður af hörku.

Mótmælin hófust í San Antonio de los Banos, 50.000 manna bæ sunnan við höfuðborgina Havana, í kjölfar heimsóknar Miguel Díaz-Canel, forseta. Skömmu síðar höfðu mótmælin breiðst út til Havana og Santiago.

Mótmælendur létu í ljós óánægju sína með sóttvarnaaðgerðir vegna heimsfaraldursins og hægagangi við bólusetningar. Þeir sögðu þetta vera svik af hálfu yfirvalda.

Langar raðir eftir mat, rafmagnsleysi og mikill skortur á lyfjum hefur valdið sífellt meiri óánægju og óróa meðal landsmanna. Segja innfæddir að þeir geti hvorki fengið mat né lyf ef þeir eiga ekki erlendan gjaldeyri til að versla í sérstökum verslunum fyrir útlendinga.

Díaz-Canel, sem einnig er formaður kommúnistaflokksins, flutti sjónvarpsávarp síðdegis í gær vegna mótmælanna og varpaði sökinni í erkióvininn, Bandaríkin. Hann sagði að þær refsiaðgerðir sem Bandaríkin beita Kúba séu aðalástæðan fyrir slæmu efnahagsástandi í landinu. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að fara út á götu og „mæta þeim sem ögra“ og átti þá við þá sem mótmæltu ástandinu.

Sjónarvottar segja að fjölmennt lögreglulið hafi verið á götum úti í Havana í gær og sérsveitarmenn úr hernum hafi einnig verið þar á ferð. Mikið fjölmenni var við ströndina í borginni í gær en ekki hafa borist fréttir af átökum.

Kúba gengur nú í gegnum verstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Í gær greindust tæplega 7.000 smit og 47 létust. Heilbrigðisyfirvöld segja þessar tölur skelfilegar og að þær hækki daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann