fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Jöklar bráðna á methraða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 20:33

Mount Rainier. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabylgjur sem hafa herjað á Bandaríkin og Kanada hafa líklega valdið því að ís bráðnaði á methraða á svæði sem heitir Paradise en það er nærri eldfjallinu Mount Rainer sem er 87 km suðastuan við Seattle í Washingtonríki. Þar bráðnuðu um 90 sm af jöklinum á aðeins fimm dögum.

Þessi bráðnun eykur hættuna á gróðureldum á svæðinu. „Ég hef unnið við þetta í 30 ár hér í Washington en man ekki eftir að snjór og ís hafi áður bráðnað svona hratt áður,“ sagði Scott Pattee, sem vinnur hjá veðurstofu ríkisins við vöktun á snjó og vatni, í samtali við The Independent.

„Þetta er mjög óvenjulegt. Að undanförnu höfum við misst jökla vegna loftslagsbreytinganna eða einhvers annars en að þetta gerist svona hratt er hræðilegt,“ sagði hann einnig.

Hitabylgjurnar eru afleiðing af háþrýstisvæði sem liggur yfir svæðinu en það heldur heitu lofti föstu og úr verður einhverskonar hitakúpull.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt