Nú er bólusett af miklum krafti og til að bregðast við staðbundnum faröldrum er gripið til harðra sóttvarnaaðgerða. Bæjum og bæjarhlutum er hreinlega lokað. Ferðatakmörkunum er beitt sem og öðrum sóttvarnaaðgerðum.
Kínverjar viðurkenna að þeir hafi byrjað of seint að bólusetja því almennt var lítil þörf talin á því eftir að samfélagið komst fljótt í fullan gang eftir að hörðum sóttvarnaaðgerðum var beitt í Wuhan og öðrum stöðum þar sem faraldrar brutust út.
En ný afbrigði, fleiri litlir faraldrar og sú staðreynd að í framtíðinni verður bólusetningarvottorð skilyrði fyrir því að geta ferðast hefur orðið til þess að áhugi fólks á að láta bólusetja sig hefur aukist mikið.
Nú eru um 20 milljónir landsmanna bólusettir daglega. Markmiðið er að gefa 2,3 milljarða skammta fyrir árslok en það svarar þá til þess að 80% af þjóðinni hafi verið bólusett. Þangað til er reiknað með að hörðum sóttvarnaaðgerðum verið beitt þegar staðbundnir faraldrar blossa upp.