Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem 380.055 manns tóku þátt í á 11 ára tímabili. Niðurstöður hennar eru að það að hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO komi í veg fyrir hjartasjúkdóma, heilablóðföll og krabbamein.
Niðurstöðurnar benda til þess að tveggja og hálfrar klukkustunda röskleg ganga á viku eða hlaup í eina klukkustund og fimmtán mínútur eyði að mestu áhrifum slæms svefns á heilsuna og þannig hættunni á ótímabærum dauða. Sky News skýrir frá þessu.
Niðurstöðurnar benda til að fólk sem hreyfir sig lítið og sefur illa sé 57% líklegra til að deyja ótímabærum dauða en þeir sem hreyfa sig mikið og sofa betur í kjölfar hreyfingarinnar.
Þeir hreyfinga- og svefnlitlu voru einnig í 67% meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma og voru 45% líklegri til að greinast með krabbamein.
Meðalaldur þátttakendanna var 65 ár. 15.503 létust á meðan á rannsókninni stóð. 4.095 létust af völdum hjartasjúkdóma. 9.064 úr krabbameini og 1.932 úr kransæðastíflu. 359 létust af völdum heilablóðfalls og 450 af völdum blóðtappa.