fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

„Hjartsláttur“ jarðarinnar veldur náttúruhamförum með reglulegu millibili

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 07:30

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á um 27,5 milljón ára fresti slær „hjarta“ jarðarinnar og þá eiga náttúruhamfarir sér stað. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Geoscience Frontiers. Rannsakendur, sem eru jarðfræðingar, komust að því að jörðin fer í gegnum ákveðna röð jarðfræðilegra atburða, svona svipað og hjartsláttur berst frá lifandi lífverum.

„Margir jarðfræðingar telja að jarðfræðilegir atburðir eigi sér stað tilviljanakennt í gegnum tímann en rannsókn okkar veitir tölfræðilegar sannanir fyrir ákveðinni hringrás sem bendir til að þessir jarðfræðiatburðir tengist og séu ekki tilviljanakenndir,“ segir Michael Rampino, jarðfræðingur og prófessor við New York University, í yfirlýsingu. Futurism skýrir frá þessu.

Fram kemur að niðurstaða rannsóknarinnar styðji þá staðreynd hversu langt tæknin er komin sem þörf er á til að dagsetja jarðfræðilega atburði sem áttu sér stað í fortíðinni. Á síðustu 100 árum eða svo hefur vísindamönnum tekist að þrengja hringinn mjög en í upphafi var talið að þessi atburðarás ætti sér stað á 26 til 36 milljón ára fresti.

Með nýjustu tækni gátu vísindamennirnir greint jarðfræðileg gögn sem ná allt að 260 milljónir ára aftur í tímann, þar á meðal 89 nákvæmlega tímasetta atburði. Meðal þessara atburða eru stór eldgos, súrefnisskortur í höfunum, stækkun lands og breytingar á sjávarstöðu.

Á þessum 260 milljónum ára áttu þessir atburðir sér stað á um tíu tímapunktum sem um 27,5 milljónir ára voru á milli. Niðurstaðan styður við niðurstöður vísindamanna við University of Sydney frá 2018 en þeir komust að þeirri niðurstöðu að þessi hringrás vari í um 26 milljónir ára.

Nú eru um sjö milljónir ára síðan atburðarás af þessu tagi átti sér síðast stað svo við getum andað rólega næstu tuttugu milljónir ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“