fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Heitasti júnímánuður sögunnar á Nýja-Sjálandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 15:30

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýliðinn júní var heitasti júnímánuðurinn síðan hitamælingar hófust á Nýja-Sjálandi fyrir 110 árum. Meðalhitinn var 2 gráðum hærri en venjulega og á 24 veðurathugunarstöðvum voru hitamet slegin.

Í síðustu viku blésu kaldir heimskautavindar um landið en það dugði ekki til að halda aftur af hitametinu. Tölur frá veðurstofu landsins, NIWA, sýna að meðalhitinn var 2 gráðum hærri en venjulega.

Hitinn var hærri en venjulega um allt landið og allar veðurstöðvar mældu hita yfir eða vel yfir meðallagi. Á Motueka, nærri hæsta punkti South Island, var meðalhitinn 10,8 gráður sem er 3,2 gráðum hærra en meðalhitinn á árunum 1981-2010.

Hæsti hitinn í mánuðinum var 22 gráður í Hastings í Hawke‘s Bay og í Leigh, sem er norðan við Auckland. Rétt er að hafa í huga að vetur er nú á suðurhvelinu.

The Guardian skýrir frá þessu. Haft er eftir Gregor Macara, loftslagssérfræðingi, að þessi hiti marki þáttaskil hvað varðar hita. NIWA segir að þennan háa hita megi skýra með því að loftþrýstingur var yfir meðallagi austan við landið og með loftslagsbreytingunum. Einnig var yfirborðshiti sjávar hærri en venjulega og það gæti hafa lagt sitt af mörkum varðandi hitann.

Á síðustu öld hefur meðalhitinn á Nýja-Sjálandi hækkað um 1 gráðu. Ef vetrarmánuðirnir halda áfram að vera hlýir getur það haft neikvæð áhrif á landbúnaðinn og skíðasvæðin sem munu þá glíma við skort á snjó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift