Að sögn Version2 er ekkert sem bendir til að áhrif þessa aðgangs hafi verið meiri en þau að þrjótarnir hafi fengið skilaboð um að þeir gætu auðveldlega komist inn í tölvukerfin um bakdyr. Seðlabankinn sjálfur vill ekki útiloka að tölvuþrjótar hafi notfært sér þennan aðgang til að komast inn í tölvukerfin.
Talsmaður bankans sagði að sérfræðingar hafi strax lokað fyrir þennan aðgang og farið yfir tölvukerfin þegar upplýsingar bárust um þetta. Engin merki hafi fundist um að þetta hafi haft nein áhrif á kerfi bankans.