Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sem byggir á gögnum frá 1,1 milljón Breta sem skráðu sjúkdómseinkenni sín í sérstakt app. Þessi gögn hafa nú verið gefin út í ZOE Covid Symptoms Study.
Niðurstaðan er að bólusett fólk, sem smitast af veirunni, finni oftast fyrir höfuðverk, nefrennsli eða hnerra ef það smitast. Rannsakendur segja að fólk eigi að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir þessum einkennum.
„Ef þú hefur verið bólusett(ur) og byrjar að hnerra mikið án skýringa, áttu að halda þig heima og fara í sýnatöku. Þetta á sérstaklega við ef þú býrð með fólki eða vinnur með fólki sem er í sérstakri hættu á að smitast,“ segja rannsakendurnir.
Ef bólusett fólk smitast af veirunn þarf það ekki að hafa miklar áhyggjur af að veikjast alvarlega eða þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en líkurnar eru þó fyrir hendi.