fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Lögreglumaður skotinn til bana í Gautaborg

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 04:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Þetta átti sér stað norðan við Biskopsgården í Hisingen. Lögreglumaðurinn stóð úti og var að ræða við fólk þegar skotið var á hópinn.

Sænska lögreglan tilkynnti klukkan 22.34 að lögreglumaður hefði verið skotinn og fluttur særður á sjúkrahús. Skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt var síðan staðfest að lögreglumaðurinn hefði látist af sárum sínum.

„Við höfum fengið þau sorglegu tíðindi að félagi okkar er látinn eftir að hafa verið skotinn í kvöld,“ sagði Anders Thornberg, ríkislögreglustjóri, í fréttatilkynningu að sögn Sænska ríkisútvarpsins.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan hefur unnið að rannsókn þess í alla nótt. Vitni hafa verið yfirheyrð sem og íbúar í nágrenninu.

Gautaborgarpósturinn hefur eftir vitni að þrír skothvellir hafi heyrst. Fljótlega eftir að tilkynnt var um árásina var mikill fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna mættur á svæðið og hefur verið þar við störf í alla nótt.

Frá árinu 1900 hafa 32 sænskir lögreglumenn látið lífið við skyldustörf og er morðið í gærkvöldi þar talið með. Síðast var lögreglumaður myrtur árið 2007 en þá var 32 ára lögreglumaður skotinn til bana í Nyköping.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann