fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Fær milljónir í bætur – Læknar fjarlægðu snípinn fyrir mistök

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 06:57

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa glímt við húðsýkingu um hríð leitaði bresk kona til læknis á Hull Royal Infrimary. Sýkingin var sérstaklega slæm við kynfærin. Eftir skoðun á sjúkrahúsinu var konunni vísað á einkasjúkrahús þar sem hún fór í aðgerð.

Metro skýrir frá þessu. En síðar kom í ljós að algjör óþarfi var að gera aðgerð á konunni, það hefði nægt að vísa henni til húðlæknis og ávísa ákveðnu kremi á hana.

En þess í stað fór hún í aðgerð. Hún var svæfð og snípur hennar var fjarlægður auk þess sem læknar endurbyggðu kynfæri hennar.

Þessi stóra aðgerð hefur haft mikil áhrif á líf hennar. Hún gat ekki pissað og getur  ekki stundað gott kynlíf og það kom niður á hjónabandi hennar.

Konan stefndi að lokum einkasjúkrahúsinu og skurðlækninum og fékk nýlega dæmdar bætur upp á sem svarar til um 25 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“