Metro skýrir frá þessu. En síðar kom í ljós að algjör óþarfi var að gera aðgerð á konunni, það hefði nægt að vísa henni til húðlæknis og ávísa ákveðnu kremi á hana.
En þess í stað fór hún í aðgerð. Hún var svæfð og snípur hennar var fjarlægður auk þess sem læknar endurbyggðu kynfæri hennar.
Þessi stóra aðgerð hefur haft mikil áhrif á líf hennar. Hún gat ekki pissað og getur ekki stundað gott kynlíf og það kom niður á hjónabandi hennar.
Konan stefndi að lokum einkasjúkrahúsinu og skurðlækninum og fékk nýlega dæmdar bætur upp á sem svarar til um 25 milljóna íslenskra króna.