fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Umferðaróhapp í Noregi varð til þess að upp komst um morð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 06:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítugur maður er grunaður um að hafa myrt konu í Hellerud í Osló í gær. Upp komst um morðið fyrir tilviljun þegar maðurinn lenti í árekstri. Hann er einnig grunaður um morðtilraun í tengslum við áreksturinn.

Hin látna fannst klukkan sjö í gærmorgun. Lögreglan bar kennsl á hana síðdegis í gær og tilkynnti ættingjum hennar um andlátið.

Lögreglunni var tilkynnt um umferðaróhapp á veginum á milli Morskogen og Espa um klukkan sex í gærmorgun. Þar var bíl ekið á röngum vegarhelmingi og framan á annan. Mikið eignatjón varð en meiðsli voru minniháttar. Talsmaður lögreglunnar segir að á slysstað hafi lögreglan fengið upplýsingar sem leiddu til þess að lík konunnar fannst í húsi í Hellerud. Hann vildi ekki skýra frá hvers eðlis þessar upplýsingar voru.

Lögreglan grunar manninn einnig um morðtilraun í tengslum við áreksturinn, það er að hann hafi vísvitandi ekið á hinn bílinn. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglunnar. Tengsl voru á milli hans og hinnar látnu en lögreglan vildi ekki skýra frá hver þau voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Pressan
Í gær

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“
Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni