fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Sögufræg mynt seldist fyrir metfé

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 06:00

1933 Double Eagle myntin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldgæf og sögufræg bandarísk gullmynt, sem er þekkt sem 1933 Double Eagle, var í gær seld á uppboði í New York og fékkst metverð fyrir þessa litlu mynt. Hún seldist á 18,9 milljónir dollara en það svarar til um 2,3 milljarða íslenskra króna. Myntin er því dýrasta mynt sögunnar.

Söluverðið er ekki slæmt þegar haft er í huga að þegar myntin var slegin 1933 var verðmæti hennar 20 dollarar. Það sem gerir hana svona sérstaka er að hún er meðal síðustu gullmyntanna sem voru slegnar í Bandaríkjunum fyrir fjármálaráðuneyti landsins og áttu að fara í almenna notkun.

En 1933 Double Eagle myntirnar náðu aldrei að fara í umferð því Franklin D. Roosevelt, þáverandi forseti, ákvað þetta sama ár að Bandaríkin myndu hætta að notast við gullmynt til að reyna að lyfta efnahag landsins upp úr þeirri djúpu lægð sem hann var í en kreppan mikla stóð þá yfir.

Í kjölfarið voru gefin út fyrirmæli um allar myntirnar skyldu eyðilagðar nema tvær en þær áttu að fara á þjóðminjasafn landsins. En á næstu árum birtust nokkrar myntir á markaðnum. 1944 komst leyniþjónustan að þeirri niðurstöðu að nokkrum hefði verið stolið og að ólöglegt væri að eiga þær. Þetta sama ár var ein af þessum stolnu myntum keypt og fyrir mistök fékkst útflutningsleyfi fyrir hana. Hún endaði í myntsafni Farouk konungs í Egyptalandi. Þar var hún þar til hún nánast hvarf af yfirborði jarðar í kjölfar þess að honum var steypt af stóli í valdaráni 1952.

1996 birtist hún aftur þegar bandaríska leyniþjónustan fann hana þegar húsleit var gerð á Waldorf Astoria hótelinu í New York. Í kjölfarið hófst fimm ára barátta fyrir dómstólum sem kváðu á endanum upp úr um að þessi eina mynt mætti vera í eigu einkaaðila.

Í gegnum tíðina hafa síðan fleiri 1933 Double Eagle myntir komið upp á yfirborðið en allar hafa þær verið úrskurðaðar eign bandaríska ríkisins.

Myntin sem var seld í gær er því eina 1933 Double Eagle myntin í heiminum sem einkaaðilar mega á löglegan hátt eiga.

Í dag er vitað um 14 eintök af myntinni og eru 13 þeirra í vörslu bandarískra yfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?