Nú hefur platan verið á listanum í 966 vikur og er í 27. sæti. Hún hefur verið á topp 30 um langa hríð og því nánast formsatriði að hún nái 1.000 vikum á listanum í byrjun júlí.
ABBA Gold – Greates Hits kom út 1992. Hún hefur nú selst í um 25 milljónum eintaka og er talin vera meðal 30 mest seldu hljómplatna sögunnar. Á henni eru vel þekktir smellir eins og „Dancing Queen“, „The Winner Takes It All“ og „Waterloo“. Platan hefur átta sinnum komist á topp 100 listans í Bretlandi.
ABBA er ekki eina hljómsveitin sem nálgast 1.000 vikna markið því „Legend“ með Bob Marley & The Wailers hefur verið á honum í 980 vikur og „Greates Hits“ með Queen hefur verið á honum í 948 vikur.