fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

ABBA setur ótrúlegt met á næstunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 19:20

ABBA á gullaldarárunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. júlí næstkomandi skrifar sænska hljómsveitin ABBA sig enn betur inn í söguna en þá nær hljómsveitin þeim ótrúlega áfanga að hljómplata hennar „ABBA Gold – Greatest Hits“ hefur verið í 1.000 vikur á topp 100 listanum yfir mestu seldu hljómplöturnar í Bretlandi. Þeim áfanga hefur engin hljómsveit náð fram að þessu.

Nú hefur platan verið á listanum í 966 vikur og er í 27. sæti. Hún hefur verið á topp 30 um langa hríð og því nánast formsatriði að hún nái 1.000 vikum á listanum í byrjun júlí.

ABBA Gold – Greates Hits kom út 1992. Hún hefur nú selst í um 25 milljónum eintaka og er talin vera meðal 30 mest seldu hljómplatna sögunnar. Á henni eru vel þekktir smellir eins og „Dancing Queen“, „The Winner Takes It All“ og „Waterloo“.  Platan hefur átta sinnum komist á topp 100 listans í Bretlandi.

ABBA er ekki eina hljómsveitin sem nálgast 1.000 vikna markið því „Legend“ með Bob Marley & The Wailers hefur verið á honum í 980 vikur og „Greates Hits“ með Queen hefur verið á honum í 948 vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn